Ef ég væri fugl...

Auður Þórhallsdóttir er höfundur myndaseríunnar „Ef ég væri fugl“.

Myndirnar eru teikningar af íslenskum fuglum sem allir eru klæddir skóm sem passa þeirra persónueinkennum. Myndirnar eru unnar útfrá verkefni þar sem fólk var beðið um að máta sig við fuglategundir, gefin var setningin; 

Ef ég væri fugl þá væri ég ... 

Höfundur vann svo myndirnar út frá því hvernig hann upplifði manneskjuna sem þann fugl sem hún tengdi sig við og klæddi fuglinn í skó eftir því.

  • Biðin

    Ljósmynd eftir Auði Þórhallsdóttur.

  • Strá

    Ljósmynd eftir Auði Þórhallsdóttur

GALLERÍ ZETA

Gallerí Zeta er vinnustofa rithöfundarins, teiknarans og ljósmyndarans Auðar Þórhallsdóttur og er staðsett í gömlu húsi á Hvammstanga. Nafn vinnustofunar vísar til fyrsta eiganda hússins, Guðmundar Z.

Það kostar ófá handtök að gera upp gamalt hús sem bygg var fyrir rúmum 100 árum úr afgöngum héðan og þaðan, gömlum skúr, kössum og leyfum úr strandaskipi. En þar liggja einmitt töfrarnir, sagan í hverri fjöl, bognum línum og brakandi gólfi.  

Og sagan heldur áfram í Zeta sem er athvarf þeirra sem kunna að meta lífið, listina, ástina og er sama þó að norðanáttin blási