Hafa samband

Auður Þórhallsdóttir

Auður Þórhallsdóttir er eigandi Gallerí Zeta og hönnuður verkanna.

Auður hefur menntun og reynslu á ólíkum sviðum meðal annars í myndlist, ljósmyndum og félags- og hugvísindum. Auður hefur mikið til starfað sjálfstætt, hún rak um árabil eigin ljósmyndastofu og hefur unnið sem verktaki bæði við ljósmyndun og myndlistatengd verkefni. Hún hefur komið að kennslu í grunnskólum, leiðsögn ferðamanna, útgáfu og sýningu eigin verka. Í dag starfar hún aðalega sem rithöfundur og teiknari.